Heim­ilt verður að skipta fimm vara­mönnum inn í þeim leikjum sem eftir er af keppnistímabilinu í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu karla. Félögin í deildinni samþykkti tímabundna reglubreytingu þess efnis í dag. Þá var enn fremur samþykkt að heimilt verði að hafa níu varamenn á leikskýrslu í stað sjö.

Liðin mega áfram bara stöðva leik­inn þris­var sinnum í hverjum til þess að skipta leik­mönn­um inná og þá má ekki skipta meira en tveimur leikmönnum inná í einu.

Leiktíðin hefst á nýjan leik 17. júní næstkomandi eft­ir þriggja mánaða pásu vegna kór­óna­veirunn­ar. Þá munu Aston Villa og Sheffield United annars vegar og Manchester City og Arsenal hins vegar leiða saman hesta.

Eftir það er gert ráð fyrir að klára þær níu umerðir sem eftir eru af deildarkeppninni á tæpum tveimur mánuðum. Allir þeir leikir sem eftir eru verða leiknir án áhorfenda.