Kvennalið Portúgals hefur myndað sterkt vígi á heimavelli sínum undanfarna mánuði en Portúgal hefur unnið fimm af síðustu sex heimaleikjum sínum. Sjötta leiknum lauk með jafntefli.
Eftir þrjú töp í röð undir lok síðasta árs og í upphafi þessa árs gegn Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi eru Portúgalir ósigraðir í síðustu sex heimaleikjum.
Fimm leikir hafa unnist gegn Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi og Belgíu. Leik Portúgal og Ástralíu lauk með jafntefli.
Markatalan í þessum sex leikjum er 15-2, Portúgal í vil.
Á sama tíma hefur Portúgal aldrei verið ofar á heimslistanum en einmitt í dag þar sem þær eru í 27. sæti heimslistans.
Sigur Portúgal á Belgum á eflaust eftir að lyfta Portúgölum enn hærra á listanum.
Stelpurnar okkar mæta Portúgal í hreinum úrslitaleik upp á sæti á HM í dag. Sigur tryggir Íslandi farseðil til Ástralíu.
Ef það þarf að grípa til vítaspyrnukeppni flækist málið og gæti Ísland þurft að fara í alþjóðlegt umspil á næsta ári takist þeim að vinna í vítaspyrnukeppni.