Cristiano Ronaldo vonast til þess að fara frá Manchester United í janúar þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar, hann hefur ekki áhuga á að sitja á bekknum í lengri tíma. Telegraph fjallar um málið.

Ronaldo reyndi eftir fremsta megni að fara frá United í sumar en enginn beit á agnið og United vildi helst ekki selja hann.

Nú segir Telegraph að Erik ten Hag, stjóri Manchester United sé klár í að leyfa Ronaldo að fara í sumar. Ensk blöð velta fyrir sér hvert Ronaldo gæti farið.

GettyImages

Ronaldo verður 38 ára á næsta ári en Chelsea sýndi honum áhuga í sumar og gæti skoðað þann kost í janúar. Endurkoma til Sporting Lisbon í Portúgal hefur verið nefnd.

Vilji Ronaldo moka inn fjármunum á næstu árum gæti hann valið að fara til Sádí Arabíu eða Katar. Þar gæti Ronaldo orðið launahæsti leikmaður í heimi ef áhugi er fyrir slíku.

Endurkoma til Real Madrid hefur verið nefnd en ólíklegt er þó talið að spænska stórliðið hafi ekki mikinn áhuga á endurkomu Ronaldo.

Fimm mögulegir áfangastaðir:
Sporting Lisbon:
Real Madrid:
Chelsea:
Sádí Arabía
Katar