Handbolti

Fimm marka sigur Benfica í fyrri leiknum gegn FH

Benfica og FH mættust í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni EHF-bikarsins ytra í dag þar sem Benfica vann 37-32 sigur. Þau mætast á ný á sama stað á morgun þegar FH leikur „heimaleik“ sinn eftir að hafa selt heimaleikjaréttinn til portúgalska félagsins.

Ásbjörn átti stórleik í sókn FH í dag. Fréttablaðið/Ernir

Benfica og FH mættust í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni EHF-bikarsins ytra í dag þar sem Benfica vann 37-32 sigur.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Benfica á morgun þar sem FH verður heimaliðið eftir að Hafnfirðingar seldu heimaleikjarétt sinn. 

Lenti FH Í stökustu vandræðum með öflugan sóknarleik portúgalska liðsins sem leiddi 19-16 í hálfleik. Það sama var upp á teningunum í seinni hálfleik og unnu Portúgalirnir fimm marka sigur.

Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með tíu mörk, Bjarni Ófeigur Valdimarsson var næstur með sex og Ágúst Birgisson, Jóhann Birgir Ingvarsson og Einar Rafn Eiðsson bættu við fjórum mörkum hver.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Handbolti

FH-ingur tekur við Haukum

Handbolti

Róbert Aron frá eftir til­efnis­lausa árás í mið­bænum

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Auglýsing