Enski boltinn

Fimm leikmenn frá Liverpool til Man United

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn en fimm leikmenn koma beint frá Liverpool.

Amy Turner er ein af nýjustu leikmönnum Manchester United. Fréttablaðið/Getty

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil í ensku kvennadeildinni en Manchester United stofnaði nýlega kvennalið.

Eru þrettán ár síðan félagið tefldi síðast fram kvennaliði og byrja þær í næst efstu deild en Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester City verða öll með lið í efstu deild á næsta ári.

Meðal þeirra leikmanna sem gengu til liðs við Manchester United eru landsliðskonurnar Alex Greenwood og Siobhan Chamberlain en þær koma til Manchester United frá nágrönnunum í Liverpool. Koma alls fimm leikmenn hópsins frá Bítlaborgarfélaginu.

Er það eflaust ekki litið jafn slæmum augum í kvennaknattspyrnu og karlamegin þar sem liðin eru erkifjendur. Eru 54 ár liðin síðan leikmaður fór síðast á milli liðanna í karlaflokki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing