Enski boltinn

Fimm leikmenn frá Liverpool til Man United

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn en fimm leikmenn koma beint frá Liverpool.

Amy Turner er ein af nýjustu leikmönnum Manchester United. Fréttablaðið/Getty

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil í ensku kvennadeildinni en Manchester United stofnaði nýlega kvennalið.

Eru þrettán ár síðan félagið tefldi síðast fram kvennaliði og byrja þær í næst efstu deild en Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester City verða öll með lið í efstu deild á næsta ári.

Meðal þeirra leikmanna sem gengu til liðs við Manchester United eru landsliðskonurnar Alex Greenwood og Siobhan Chamberlain en þær koma til Manchester United frá nágrönnunum í Liverpool. Koma alls fimm leikmenn hópsins frá Bítlaborgarfélaginu.

Er það eflaust ekki litið jafn slæmum augum í kvennaknattspyrnu og karlamegin þar sem liðin eru erkifjendur. Eru 54 ár liðin síðan leikmaður fór síðast á milli liðanna í karlaflokki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing