Enski boltinn

Fimm leikmenn frá Liverpool til Man United

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn en fimm leikmenn koma beint frá Liverpool.

Amy Turner er ein af nýjustu leikmönnum Manchester United. Fréttablaðið/Getty

Nýstofnað kvennalið Manchester United tilkynnti í dag 21 manna leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil í ensku kvennadeildinni en Manchester United stofnaði nýlega kvennalið.

Eru þrettán ár síðan félagið tefldi síðast fram kvennaliði og byrja þær í næst efstu deild en Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester City verða öll með lið í efstu deild á næsta ári.

Meðal þeirra leikmanna sem gengu til liðs við Manchester United eru landsliðskonurnar Alex Greenwood og Siobhan Chamberlain en þær koma til Manchester United frá nágrönnunum í Liverpool. Koma alls fimm leikmenn hópsins frá Bítlaborgarfélaginu.

Er það eflaust ekki litið jafn slæmum augum í kvennaknattspyrnu og karlamegin þar sem liðin eru erkifjendur. Eru 54 ár liðin síðan leikmaður fór síðast á milli liðanna í karlaflokki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing