Fimm leikir í efstu deild ítalska boltans fara fram fyrir luktum dyrum um helgina, þar á meðal toppslagurinn á milli erkifjendanna Inter og Juventus.

Ítalska deildin staðfesti í dag að fimm leikir færu fram án áhorfenda.

Kórónaveiran er búin að ná festu á Ítalíu og var leikjum frestað um síðustu helgi af ótta við smit.

Þá verða engir aðdáendur á toppslag Juventus og Inter í Tórínó þar sem Inter getur náð að saxa á forskot Juventus á ný.