Það eru fimm breytingar á kvennalandsliðshópnum sem fer til Suður-Kóreu frá Algarve-mótinu og eru Sara Björk, Margrét Lára, Dagný, Agla María og Sif fjarverandi.

Leikirnir fara fram í byrjun apríl þegar Ísland mætir Suður-Kóreu tvisvar en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu.

Sif Atladóttir, Agla María Albertsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir detta út úr hópnum sem fór til Algarve í febrúar.

Inn í þeirra stað koma Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðiksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen.

Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.