Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Luis Figo, sem gerði það gott á sínum ferli með liðum á borð við Real Madrid, Barcelona og Inter Milan var í hópi einstaklinga sem setti nýtt heimsmet í ríflega 20 þúsund feta hæð.

Figo tók þar þátt í knattspyrnuleik sem fór fram um borð í cargo-flugvél og er það sá knattspyrnuleikur sem hefur farið fram í hæstu hæð til þessa, 20.230 feta hæð.

Það er Sky Sports sem vekur athygli á þessu og birtir myndband á samfélagsmiðlum til að styðja við frásögn sína af atburðinum.

Figo er vel þekkt stærð í knattspyrnuheiminum og meðal bestu knattspyrnumanna Portúgal frá upphafi. Myndband Sky Sports frá leiknum má sjá hér .