Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, kynnti á heimasíðu sinni í gær að sambandið hefði ákveðið að styrkja aðildarsambönd sín um 1,5 milljónir Bandaríkjadala. 

Það samsvarar rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Þriðjungur þeirrar upphæðar er eyrnamerktur kvennaknattspyrnu í löndunum.

Styrkurinn er vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á knattspyrnusamfélagið um allan heim. Fram kemur í frétt FIFA að KSÍ fái styrkinn í sinn hlut í næsta mánuði.