Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær að Pólland færi áfram í umspilinu fyrir HM 2022 í kjölfarið af ákvörðun FIFA og UEFA að dæma Rússa úr leik í öllum keppnum á vegum sambandanna.
Pólland átti að mæta Rússlandi síðar í þessum mánuði í umspili fyrir HM 2022. Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti fljótlega eftir innrás Rússlands í Úkraínu að Pólverjar myndu ekki taka þátt í leik gegn Rússum.
FIFA announce Poland will receive a bye to the World Cup qualifying final for path B and will face the winners of the match between Sweden and Czech Republic.
— B/R Football (@brfootball) March 8, 2022
Poland were originally scheduled to face Russia in March pic.twitter.com/bhNOhMXXN4
Skipulagsnefnd FIFA staðfesti með úrskurði sínum í gær að leikurinn færi ekki fram í ljósi keppnisbanns Rússlands og að Pólland léki til úrslita gegn Svíþjóð eða Tékklandi um eitt sæti í lokakeppni HM 2022.
Rússar kærðu ákvörðun FIFA og UEFA að banna rússneskum liðum á alþjóðlegum grundvelli til Alþjóðaíþróttadómstólsins (e. Court of Arbitration for Sport) í gær.