Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA) segist í yfir­lýsingu vera harmi slegið eftir að hafa fengið fregnir af dauða farand­verka­manns í Katar sem lést við störf á einu af æfinga­svæðum sem notast er við á Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu sem fer fram í Katar þessa dagana.

The At­hletic greinir frá og segir dauða farand­verka­mannsins hafa or­sakað af falli úr mikilli hæð er hann vann við við­gerðir á einu af æfinga­svæðum mótsins sem Sádi-Arabíska lands­liðið hélt til á.

Móta­nefnd HM í Katar segir starfs­manninn ekki hafa verið að vinna á sínu hefð­bundna verk­sviði og að við­gerðirnar sem hann vann að hafi ekki verið á eignum sem heyra undir lög­sögu HM í Katar.

Að­búnaður farand­verka­manna í Katar hefur verið harð­lega gagn­rýndur undan­farið og er um­rætt dauðs­fall nú sagt vera til rann­sóknar hjá yfir­völdum.