Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) segist í yfirlýsingu vera harmi slegið eftir að hafa fengið fregnir af dauða farandverkamanns í Katar sem lést við störf á einu af æfingasvæðum sem notast er við á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Katar þessa dagana.
The Athletic greinir frá og segir dauða farandverkamannsins hafa orsakað af falli úr mikilli hæð er hann vann við viðgerðir á einu af æfingasvæðum mótsins sem Sádi-Arabíska landsliðið hélt til á.
Mótanefnd HM í Katar segir starfsmanninn ekki hafa verið að vinna á sínu hefðbundna verksviði og að viðgerðirnar sem hann vann að hafi ekki verið á eignum sem heyra undir lögsögu HM í Katar.
Aðbúnaður farandverkamanna í Katar hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið og er umrætt dauðsfall nú sagt vera til rannsóknar hjá yfirvöldum.