Forseti Indónesíu, Joko Widodo, segir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi boðið fram aðstoð sína þegar kemur að því að takast á við vandamál í knattspyrnuhreyfingu landsins eftir að 131 manns létust á leik um helgina.

Widodo ræddi við Gianni Infantino í símanum um eitt næst mannskæðasta íþróttaslys sögunnar á dögunum.

„Hann sagði að ef við þyrftum á hjálp gæti FIFA aðstoðað okkur að laga landslagið í knattspyrnuhreyfingunni,“ sagði Widodo.

Eins og fjallað hefur verið um á vef Fréttablaðsins létust 131 einstaklingar eftir leik Arema og Persebaya Surabaya í Indónesíu um helgina. Þúsundir ósáttra stuðningsmenn brutu sér leið inn á völlinn í leikslok og notaðist lögreglan við táragas til að reyna að halda aftur af þeim.

Við það urðu miklir troðningar og létust margir eftir að hafa orðið undir en aðrir létust eftir að hafa kafnað. Af þeim látnu eru 33 undir átján ára aldri.