FH-ingar og Stjörnumenn drógust bæði gegn írskum liðum þegar dregið var í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

FH mun leika við Sligo Rovers en Stjarn­an mæt­ir Bohem­ians í fyrstu umferðinni. Breiðablik mætair hins vegar Rac­ing FC Uni­on frá Lúx­em­borg.

Í viðureignum FH og Stjörnunnar fara fyrri leikirnir fram á heimavelli en Blikar hefja leik á útivelli.