Handbolti

FH og ÍBV í undanúrslitin

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna.

Theódór skorar mark í Breiðholtinu í dag er ÍBV sendi ÍR í sumarfrí. Fréttablaðið/Sigtryggur

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna. 

Það var heldur betur hiti í Breiðholtinu þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft en Eyjamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn. Leiddi ÍBV með fjórum í hálfleik og innbyrti að lokum fjögurra marka sigur 30-26.

Fara ríkjandi deildar- og bikarmeistarar því áfram í undanúrslitin en Breiðhyltingar eru úr leik. Kári Kristján Kristjánsson var atkvæðamestur hjá ÍBV með 10 mörk en hjá ÍR var Bergvin Þór Gíslason markahæstur hjá ÍR með níu.

Í Mosfellsbænum vann FH annan leikinn í röð og sendi um leið Aftureldingu í sumarfrí eftir 27-23 sigur Hafnfirðinga. 

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forskotinu á upphafsmínútunum en Hafnfirðingar náðu betri tökum á leiknum og leiddu stærstan hluta leiksins. Leiddi FH með fjórum í hálfleik og héldu þeim mun allt tl loka leiksins.

Ásbjörn Friðriksson fór á kostum í liði FH með ellefu mörk en Mikk Pinnonen var markahæstur hjá heimamönnum með átta mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV fer með þriggja marka forskot til Rúmeníu

Handbolti

Arnór Þór kominn í deild þeirra bestu

Handbolti

HK komið upp í Olís-deildina

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

„Okkur langar að færa okkur upp um eitt þrep"

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: KA hafnar í 6. sæti

Fótbolti

Barcelona vann bikarinn með stæl

Enski boltinn

Aron skaut Cardiff upp í annað sætið

Enski boltinn

Man. Utd getur bjargað tímabilinu með bikar

Körfubolti

Valur jafnaði metin gegn Haukum

Auglýsing