Handbolti

FH og ÍBV í undanúrslitin

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna.

Theódór skorar mark í Breiðholtinu í dag er ÍBV sendi ÍR í sumarfrí. Fréttablaðið/Sigtryggur

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna. 

Það var heldur betur hiti í Breiðholtinu þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft en Eyjamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn. Leiddi ÍBV með fjórum í hálfleik og innbyrti að lokum fjögurra marka sigur 30-26.

Fara ríkjandi deildar- og bikarmeistarar því áfram í undanúrslitin en Breiðhyltingar eru úr leik. Kári Kristján Kristjánsson var atkvæðamestur hjá ÍBV með 10 mörk en hjá ÍR var Bergvin Þór Gíslason markahæstur hjá ÍR með níu.

Í Mosfellsbænum vann FH annan leikinn í röð og sendi um leið Aftureldingu í sumarfrí eftir 27-23 sigur Hafnfirðinga. 

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forskotinu á upphafsmínútunum en Hafnfirðingar náðu betri tökum á leiknum og leiddu stærstan hluta leiksins. Leiddi FH með fjórum í hálfleik og héldu þeim mun allt tl loka leiksins.

Ásbjörn Friðriksson fór á kostum í liði FH með ellefu mörk en Mikk Pinnonen var markahæstur hjá heimamönnum með átta mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Auglýsing

Nýjast

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing