Handbolti

FH og ÍBV í undanúrslitin

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna.

Theódór skorar mark í Breiðholtinu í dag er ÍBV sendi ÍR í sumarfrí. Fréttablaðið/Sigtryggur

FH og ÍBV komust í dag í undanúrslit Olís-deildar karla og sendu um leið Aftureldingu og ÍR í sumarfrí með því að vinna leiki tvö í einvígjum liðanna. 

Það var heldur betur hiti í Breiðholtinu þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft en Eyjamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn. Leiddi ÍBV með fjórum í hálfleik og innbyrti að lokum fjögurra marka sigur 30-26.

Fara ríkjandi deildar- og bikarmeistarar því áfram í undanúrslitin en Breiðhyltingar eru úr leik. Kári Kristján Kristjánsson var atkvæðamestur hjá ÍBV með 10 mörk en hjá ÍR var Bergvin Þór Gíslason markahæstur hjá ÍR með níu.

Í Mosfellsbænum vann FH annan leikinn í röð og sendi um leið Aftureldingu í sumarfrí eftir 27-23 sigur Hafnfirðinga. 

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forskotinu á upphafsmínútunum en Hafnfirðingar náðu betri tökum á leiknum og leiddu stærstan hluta leiksins. Leiddi FH með fjórum í hálfleik og héldu þeim mun allt tl loka leiksins.

Ásbjörn Friðriksson fór á kostum í liði FH með ellefu mörk en Mikk Pinnonen var markahæstur hjá heimamönnum með átta mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Handbolti

Selfoss til Litháen og FH til Króatíu

Handbolti

Aron Rafn búinn að skrifa undir hjá Hamburg

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing