Íslenski boltinn

FH mun leika í Nike næstu árin

Knattspyrnulið FH munu leika í búningum frá bandaríska íþróttavörumerkinu Nike næstu árin.

Kristinn Steindórsson mun leika í Nike á komandi keppnistímabili. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tilkynnt var síðdegis í dag að knattspyrnulið FH muni leika í búningum frá bandaríska íþróttavörumerkinu Nike næstu árin. 

FH hefur leikið í búningum frá þýska íþróttavörumerkinu Adidas í tæp 30 ár og því eru þetta talsverð tíðindi.

Nýja treyjan var kynnt með nokkurri viðhöfn í Kaplakrika þar sem bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir spiluðu fyrir gesti og gangandi. 

Leikmenn í karla- og kvennaliði FH og úr yngri flokkum félagsins klæddu sig svo í nýju treyjuna og æfinga- og upphitunargallann. Treyjuna og gallann má sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing