Handbolti

FH jafnaði metin

Staðan í einvígi FH og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn er orðin jöfn eftir 28-25 sigur FH-inga í Kaplakrika í kvöld.

Einar Rafn Eiðsson reynir að brjótast í gegnum vörn ÍBV. Fréttablaðið/Ernir

FH jafnaði metin í einvíginu gegn ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla með þriggja marka sigri, 28-25, í kvöld.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk fyrir FH sem byrjaði af miklum krafti og komst í 6-1.

ÍBV vann sig fljótt inn í leikinn og hann var jafn það sem eftir lifði þótt FH-ingar væru jafnan með frumkvæðið.

Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í mark FH og varði 15 skot. Frammistaða hans réðu miklu um það hvorum meginn sigurinn endaði.

Ísak Rafnsson fékk tækifæri í sókn FH í fjarveru Ásbjörns Friðrikssonar sem er meiddur og nýtti það vel. Ísal skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í liði heimamanna.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði sex mörk fyrir Eyjamenn og Sigurbergur Sveinsson fimm.

Liðin mætast í þriðja sinn í Eyjum á fimmtudaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Handbolti

Ljóst hvaða lið munu mætast

Handbolti

Selfoss á toppinn

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing