Handbolti

FH jafnaði metin

Staðan í einvígi FH og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn er orðin jöfn eftir 28-25 sigur FH-inga í Kaplakrika í kvöld.

Einar Rafn Eiðsson reynir að brjótast í gegnum vörn ÍBV. Fréttablaðið/Ernir

FH jafnaði metin í einvíginu gegn ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla með þriggja marka sigri, 28-25, í kvöld.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk fyrir FH sem byrjaði af miklum krafti og komst í 6-1.

ÍBV vann sig fljótt inn í leikinn og hann var jafn það sem eftir lifði þótt FH-ingar væru jafnan með frumkvæðið.

Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í mark FH og varði 15 skot. Frammistaða hans réðu miklu um það hvorum meginn sigurinn endaði.

Ísak Rafnsson fékk tækifæri í sókn FH í fjarveru Ásbjörns Friðrikssonar sem er meiddur og nýtti það vel. Ísal skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í liði heimamanna.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði sex mörk fyrir Eyjamenn og Sigurbergur Sveinsson fimm.

Liðin mætast í þriðja sinn í Eyjum á fimmtudaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Róbert leggur skóna á hilluna

Handbolti

Tíu bestu erlendu leikmennirnir sem hafa spilað á Íslandi

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing