Handknattleiksdeild FH hefur samið við Gytis Smantauskas 24 ára landsliðsmann frá Litháen.

Smantauskas sem er örvhent skytta kemur til FH frá Dragunas í Litháen þar sem hann hefur leikið síðastliðin þrjú ár.

Honum er ætlað að fylla skarð Einars Rafns Eiðssonar sem gekk til liðs við KA í vor.

„Þetta er stór og sterkur strákur með töluverða alþjóðlega reynslu. Okkur líst mjög vel á hann. Fyrstu kynni lofa góðu og við erum spenntir að sjá hann í FH treyjunni" sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina.