Fótbolti

FH í virkilega góðri stöðu eftir útileikinn

FH vann góðan 3-0 útisigur gegn finnska liðinu Lathi í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildairnnar í knattspyrnu karla í dag.

Steven Lennon og Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk FH í leiknum. Fréttablaðið/Ernir

FH vann góðan 3-0 útisigur þegar liðið mætti finnska liðinu Lathi í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildairnnar í knattspyrnu karla í dag. 

Halldór Orri Björnsson kom FH yfir strax á fjórðu mínútu leiksins þegar hann stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. 

Steven Lennon tvöfaldaði svo forystu FH-liðsins þegar hann skoraði með laglegri vippu efir góðan einleik. FH fór með 2-0 forskot inn í hálfleikinn. 

Það var svo Robbie Crawford sem bætti þriðja marki FH við í uppbótartíma leiksins, en hann hafði nýverið komið inná sem varamaður þegar hann skoraði markið. 

Bæði Rennico Clarke og Guðmundur Kristjánsson þurftu að fara af velli í seinni hálfleik vegna höfuðhöggs, en meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg. Þá fór Halldór Orri Björnsson einnig af velli vegna meiðsla. 

Liðin mætast í seinni leik sínum á Kaplakrikavelli eftir slétta viku. Sigurliðið úr þessari viðureign mætir ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annarri umferð forkeppninnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Fótbolti

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Auglýsing

Nýjast

Tindastóll upp í pakkann á toppnum

Haukar juku forskot sitt í toppsætinu

Njarðvík jafnaði nágranna sína að stigum

Valsmenn með pennann á lofti

Atli verður áfram í Kaplakrika

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Auglýsing