Fótbolti

FH í virkilega góðri stöðu eftir útileikinn

FH vann góðan 3-0 útisigur gegn finnska liðinu Lathi í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildairnnar í knattspyrnu karla í dag.

Steven Lennon og Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk FH í leiknum. Fréttablaðið/Ernir

FH vann góðan 3-0 útisigur þegar liðið mætti finnska liðinu Lathi í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildairnnar í knattspyrnu karla í dag. 

Halldór Orri Björnsson kom FH yfir strax á fjórðu mínútu leiksins þegar hann stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. 

Steven Lennon tvöfaldaði svo forystu FH-liðsins þegar hann skoraði með laglegri vippu efir góðan einleik. FH fór með 2-0 forskot inn í hálfleikinn. 

Það var svo Robbie Crawford sem bætti þriðja marki FH við í uppbótartíma leiksins, en hann hafði nýverið komið inná sem varamaður þegar hann skoraði markið. 

Bæði Rennico Clarke og Guðmundur Kristjánsson þurftu að fara af velli í seinni hálfleik vegna höfuðhöggs, en meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg. Þá fór Halldór Orri Björnsson einnig af velli vegna meiðsla. 

Liðin mætast í seinni leik sínum á Kaplakrikavelli eftir slétta viku. Sigurliðið úr þessari viðureign mætir ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annarri umferð forkeppninnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Fótbolti

Juventus horfir til Salah og Klopp

Fótbolti

Willum Þór til BATE Borisov

Auglýsing

Nýjast

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Nýtt nafn á bikarinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Zaha í bann

Guðmunda Brynja færir sig um set

Auglýsing