Það verða tvö íslensk lið í annarri umferð EHF-keppninnar í hanbolta karla en FH-ingar tryggðu sér sæti þar með 29-21 sigri sínum gegn belgíska liðinu HB Visé BM í seinni leik liðanna í fyrstu umferð keppninnar í Kaplakrika í kvöld.

Fyrri leik liðanna lyktaði með 27-27 ytra en það var fljótlega ljóst í hvað stendi þegar liðin áttust við í Hafnarfirðinum í kvöld.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá FH með sjöt mörk, Einar Rafn Eiðsson skoraði fimm mörk og Leonharð Þorgeir Harðarson og Arnar Freyr Ársælsson fjögur mörk hvor.

Þýski markvörðurinn varði vel í marki FH en þegar upp var staðið hafði hann varið rúmlega 20 skot þar af eitt vítakast.

Haukar féllu úr leik í fyrstu umferðinni en liðið laut í lægra haldi fyrir tékkneska liðinu Talent Plzen.

FH mætir hins vegar norska liðinu Arendal í annarri umferðinni en þar kemur Selfoss einnig inn í keppnina og etur kappi við annað hvort Malmö eða Spartak Moskvu.