Þórir átti nokkra mánuði eftir af samningi sínum við FH en hann mun nú ferðast til Ítalíu í samningaviðræður og gangast undir læknisskoðun.

Ef Þórir tekur tilboði Lecce verður hann annar Íslendingurinn sem gengur til liðs við Lecce á stuttum tíma eftir að félagið keypti Brynar Inga Bjarnason á dögunum.

Hafnfirðingurinn sem er uppalinn í Haukum en hefur leikið með FH frá 2018 hefur leikið 46 leiki í efstu deild á Íslandi.

Hann var í U21 ára liði Íslands sem keppti á Evrópumótinu fyrr á þessu ári og lék einn leik á mótinu. Heilt yfir á Þórir að baki sjö leiki fyrir U21 og níu leiki fyrir önnur yngri landslið.