Darya Dolidovich og fjölskylda hennar flúðu Hvíta-Rússland á dögunum eftir að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi komu í veg fyrir að hún gæti keppt á Vetrarólympíuleikunum.

Alþjóðaskíðasambandið svipti hana keppnisrétt að beiðni Skíðasambands Hvíta-Rússlands sem hefur bendlað hana við að styðja stjórnarandstöðuna.

Dolidovich og fjölskylda hennar eru því komin í öruggt skjól í Póllandi. Faðir hennar, Sergei Dolidovich, keppti sjö sinnum á Ólympíuleikunum en hann hefur gagnrýnt stjórnarhætti í Hvíta-Rússlandi.

Hún er önnur íþróttakonan sem verður fyrir aðkasti af hálfu stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi í aðdraganda Ólympíuleikanna.

Spretthlauparinn Krystsina Tsi­ma­nou­ska­ya fékk tilskipun um að koma sér heim af Ólympíuleikunum á síðasta ári eftir að hafa farið hörðum orðum um ólympíunefnd landsins.

Tsi­ma­nou­ska­ya var komið í öruggt skjól í sendiráði Austurríkis í Japan á meðan unnið var að því að hún fengi pólitískt hæli í Póllandi.