Mótmælandi náði að brjóta sér leið inn á völlinn á Opna franska meistaramótinu í tennis og trufla leik Marin Cilic og Casper Ruud í undanúrslitum annars risamóts ársins.

Konan klæddist bol með skilaboðum um að það væru 1028 dagar eftir þegar hún hlekkti sig við netið í hálshæð.

Henni tókst að stöðva leik Cilic og Ruud í tæpt korter á meðan öryggisverðir fjarlægðu hana.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem áhorfandi fer þessa leið til að mótmæla á íþróttaviðburði.

Fyrr á þessu ári komst einstaklingur inn á heimavöll Everton og hlekkti sig við marknetið klæddur bol með pólitískum skilaboðum.

Öryggisverðir ganga með stúlkuna af velli
fréttablaðið/getty