Enski boltinn

Ferskir vindar á Emirates

Í fyrsta sinn síðan 1996 stýrir einhver annar en Arsene Wenger Arsenal.

Evrópudeildarsérfræðingurinn Unai Emery er tekinn við Arsenal. Fréttablaðið/Getty

Það urðu kaflaskil hjá Arsenal þegar franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger sleppti takinu á liðinu eftir rúmlega tveggja áratuga skeið sem stjóri hjá félaginu og Spánverjinn Unay Emery tók við stjórnartaumunum. Emery var síðast við stjórnvölinn hjá franska risanum PSG og sinnti því starfi með ágætum.

Emery fékk þýska markvörðinn Bernd Leno til þess að berjast við Petr Cech um markmannsstöðuna. Grikkinn Sokrat­is Pap­­ast­­atho­­poulos bættist í miðvarðasveit liðsins og hinn svissneski Steph­an Licht­steiner bætir flóruna í bak­varðarstöðunni hægra megin. 

Lucas Tor­reira, sem lék vel fyrir Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, á að svara kalli stuðningsmanna sem hafa kallað eftir því undanfarin ár að fenginn væri til liðsins öflugur djúpur miðjumaður. Franski U-21 árs landsliðsmaðurinn Mattéo Gu­endouzi mun svo berjast við miðjumenn liðsins um sæti í liðinu.

Arsenal tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu síðastliðið vor, en liðið hefur leikið í Evrópudeildinni síðustu tvö tímabil eftir að hafa leikið í Meistaradeild Evrópu í 17 leiktíðir þar á undan. 

Verkefni Emery er að tryggja stuðningsmönnum Arsenal Meistaradeildarfótbolta á nýjan leik. Raunhæft markmið er að komast aftur í eitt af efstu fjórum sætunum, en hæpið er fyrir stuðningsmenn liðsins að fara fram á að liðið berjist um enska meistaratitilinn á komandi keppnistímabili. 

Pierre-Emerick Aubameyang kom inn í ensku úrvalsdeildina með látum um síðustu áramót þegar hann gekk til liðs við Arsenal frá Borussia Dortmund. Hann skoraði tíu mörk í þeim þrettán leikjum sem hann lék fyrir liðið eftir að hann kom þangað. Gabonmaðurinn mun leiða framlínu liðsins og vera lykilmaður í sóknarleiknum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing