Sögusagnir hafa verið uppi um það upp á síðkastið að forráðamenn Formúlu 1-liðsins Ferrari hafi nálgast breska ökuþórinn Mercedes Benz-manninn Lewis Hamilton með það í huga að fá hann til liðs við sig.

Ferrari-menn hafa staðfest þessar sögusagnir en segja þó að viðsræðurnar séu á algjöru frumstigi og hafi átt sér stað á opinberum viðburðum. Ekkert sé fast í hendi í þessum efnum en samningur Hamilton við Mercedes Benz rennur út á næsta ári.

Louis Carey Camilleri framkvæmdastjóri Ferrari sagði að hádegiverðarfundi að Hamilton hafi rætt við John Elkann, stjórnarformann liðsins um möguleika á vistaskiptum í framtíðinni.

Hamilton sem er 35 ára gamall varð Formúlu 1-meistari sjötta tímabilið í röð í nóvember. Hann vantar einn titil til þess að jafna met Þjóðverjans Michaels Schumacher yfir flesta titla í sögunni.