Gunt­her Stein­er, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Haas segir að vélin sem Ferrari er að þróa fyrir 2023 tíma­bilið í móta­röðinni sé al­gjör ´sprengja´ eins og hann kaus að kalla það á já­kvæðan hátt.

Haas notar véla­búnað sem er fram­leiddur af Ferrari í bíl sinn og segir Stein­er að tekin hafi verið stór skref fram á við í þróun vélar næsta tíma­bils undan­farið.

Ferrari lofaði góðu í upp­hafi síðasta tíma­bils en ítrekið mis­tök liðsins á mörgum sviðum sáu til þess að það var aldrei i titil­bar­áttu þegar leið á tíma­bilið.

Mattia Binotto hefur verið látinn axla á­byrgð á von­brigðum tíma­bilsins og yfir­gefur hann stöðu sína sem liðs­stjóri Ferrari um ára­mótin þrátt fyrir að Ferrari hafi endað í 2. sæti bæði í stiga­keppni öku­manna og bíla­smiða.

Stein­er veitti við­tal á Lor­enzo Bandini verð­launa­há­tíðina þar sem hann greindi frá sam­tali sem hann átti við Binotto á dögunum.

,,Hann sagði mér að vél næsta tíma­bils yrði al­gjör sprengja (The Bomb)"

Þetta þykir gefa góð fyrir­heit fyrir næsta tíma­bil hjá Ferrari sem og Haas sem reiðir sig á vél Ferrari.

Búist er við harðri bar­áttu milli ríkjandi meistara í Red Bull Ra­cing, Mercedes og Ferrari á næsta tíma­bili.