Portúgalski landsliðsmaðurinn Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn með Sporting Lisbon er á ratsjá forráðamanna Manchester United og er talinn efstur á óskalista Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóra liðsins.

Fernandes var orðaður við Manchester City fyrr í sumar en enskir fjölmiðlar telja að Pep Guardiola hugnist frekar að fá til liðs við sig spænska landsliðsmanninn Rodri frá Atlético Madrid til þess að styrkja miðsvæðið.

Manchester United hefur keypt velska vængmanninn Daniel James og enska bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í félagaskiptaglugganum í sumar og nú beinir félagið sjónum sínum að miðsvæðinu.

Einnig er talið að Manchester United fylgist með gangi mála hvað varðar möuleg félagaskipti enska miðvallarleikmannsins Sean Longstaff sem lék vel með Newcastle United á síðustu leiktíð.