Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, lönduðu í gær silfri og bronsi fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum sem fer fram í Póllandi þessa dagana.

Báðar kepptu þær í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir) en aðeins einum sentimetra munaði á lengstu köstum hjá þeim vinkonum í dag.

Bergrún Ósk hreppti silfrið er hún varpaði kúlunni upp á 8,76 metra en Ingeborg fékk brons með kasti sem var aðeins sentimetra styttri en hjá Bergrúnu Ósk.

Íslandsmetið í flokknum er 8,89 metrar en hjá Ingeborgu var um persónulega bætingu að ræða.