Tveir menn, sem sagðir eru hafa brotist inn á heimili at­vinnu hjól­reiða­kappans Mark Ca­vendish og fjöl­skyldu hans og hótað þeim, hafa verið dæmdir til 15 og 12 tólf ára fangelsis­vistar. Frá þessu greinir Mirror en málið hefur verið í dóms­sal undan­farnar vikur.

Upp­­tökur úr öryggis­­mynda­­vélum við heimili Ca­vendish vörpuðu fyrst ljósi á það hvernig vopnaðir inn­brots­­þjófar náðu að fikra sér leið að heimili hans og fjöl­­skyldunnar áður en þeir létu til skarar skríða, brutust inn og hótuðu Ca­vendish fjöl­­skyldunni öllu illu.

Með rann­sókn lög­reglunnar á málinu tókst að bera kennsl á tvo menn sem áttu hlut í inn­brotinu þrátt fyrir að and­lit þeirra væru hulin. Um­ræddir menn höfðu með sér hnífa í inn­brotið og höfðu meðal annars á brott með sér þýfi fyrir um 700 þúsund pund, því sem jafn­gildir rétt tæpum 120 milljónum ís­lenskra króna.

Meintur sam­verka­maður Romario Henry og Ali Sea­sy, sem hafa nú verið dæmdir, var dæmdur sak­laus í málinu.

Hótuðu að rista hann á hol fyrir framan barnið

Greint var frá mála­vendingum í dóm­­sal á dögunum en inn­brots­­þjófarnir klifruðu yfir öryggis­girðingu við heimili Ca­vendish áður en þeir löbbuðu upp að húsinu og brutu sér leið inn um hurð baka til.

Þá hafa mynd­bands­­upp­­tökur frá nær­­liggjandi svæðum varpað ljósi á það hvað átti sér stað í að­­draganda inn­brotsins. Þar sjást mennirnir, sem brutust inn, valda usla á nær­­liggjandi svæði.

Reynt hefur verið að varpa ljósi á það sem átti sér stað inn á heimili Mark en hann var sjálfur heima á­­samt eigin­­konu sinni og barni

Hann hefur sjálfur greint frá því að hafa orðið fyrir hrylli­­legri árás af hendi inn­brots­­þjófanna eftir að hann reyndi að ná til neyðar­hnapps á heimilinu sem hefði gert lög­­reglu við­vart um á­­stand á heimilinu.
Í þann mund sem Mark reyndi að ná til hnappsins hafi þrír af inn­brots­­þjófunum fjórum stokkið á hann og hótað honum að rista hann á hol fyrir framan son hans.

Þá hafi Peta, eigin­­konu Mark, einnig verið hótað er hún reyndi að koma þriggja ára syni þeirra hjóna í felur.