Tveir menn, sem sagðir eru hafa brotist inn á heimili atvinnu hjólreiðakappans Mark Cavendish og fjölskyldu hans og hótað þeim, hafa verið dæmdir til 15 og 12 tólf ára fangelsisvistar. Frá þessu greinir Mirror en málið hefur verið í dómssal undanfarnar vikur.
Upptökur úr öryggismyndavélum við heimili Cavendish vörpuðu fyrst ljósi á það hvernig vopnaðir innbrotsþjófar náðu að fikra sér leið að heimili hans og fjölskyldunnar áður en þeir létu til skarar skríða, brutust inn og hótuðu Cavendish fjölskyldunni öllu illu.
Með rannsókn lögreglunnar á málinu tókst að bera kennsl á tvo menn sem áttu hlut í innbrotinu þrátt fyrir að andlit þeirra væru hulin. Umræddir menn höfðu með sér hnífa í innbrotið og höfðu meðal annars á brott með sér þýfi fyrir um 700 þúsund pund, því sem jafngildir rétt tæpum 120 milljónum íslenskra króna.
Meintur samverkamaður Romario Henry og Ali Seasy, sem hafa nú verið dæmdir, var dæmdur saklaus í málinu.
Hótuðu að rista hann á hol fyrir framan barnið
Greint var frá málavendingum í dómsal á dögunum en innbrotsþjófarnir klifruðu yfir öryggisgirðingu við heimili Cavendish áður en þeir löbbuðu upp að húsinu og brutu sér leið inn um hurð baka til.
Þá hafa myndbandsupptökur frá nærliggjandi svæðum varpað ljósi á það hvað átti sér stað í aðdraganda innbrotsins. Þar sjást mennirnir, sem brutust inn, valda usla á nærliggjandi svæði.
Reynt hefur verið að varpa ljósi á það sem átti sér stað inn á heimili Mark en hann var sjálfur heima ásamt eiginkonu sinni og barni
Hann hefur sjálfur greint frá því að hafa orðið fyrir hryllilegri árás af hendi innbrotsþjófanna eftir að hann reyndi að ná til neyðarhnapps á heimilinu sem hefði gert lögreglu viðvart um ástand á heimilinu.
Í þann mund sem Mark reyndi að ná til hnappsins hafi þrír af innbrotsþjófunum fjórum stokkið á hann og hótað honum að rista hann á hol fyrir framan son hans.
Þá hafi Peta, eiginkonu Mark, einnig verið hótað er hún reyndi að koma þriggja ára syni þeirra hjóna í felur.