Fótbolti

Fengu erfiðasta andstæðinginn

Wolfsburg fær tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum keppninnar.

Sara Björk í leik með Wolfsburg. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Lyon hafði betur, 4-1, eftir framlengingu. Sara meiddist í leiknum og þurfti að fara af velli.

Lyon er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar með fimm titla. Liðið hefur unnið keppnina þrjú ár í röð.

Noregsmeistarar Lilleström mæta Barcelona. Sigríður Lára Garðarsdóttir leikur með Lilleström.

Chelsea, sem norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með, dróst á móti Paris Saint-Germain og þá mætast Slavia Prag og Bayern München.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Auglýsing

Nýjast

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing