Fótbolti

Fengu erfiðasta andstæðinginn

Wolfsburg fær tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum keppninnar.

Sara Björk í leik með Wolfsburg. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Lyon hafði betur, 4-1, eftir framlengingu. Sara meiddist í leiknum og þurfti að fara af velli.

Lyon er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar með fimm titla. Liðið hefur unnið keppnina þrjú ár í röð.

Noregsmeistarar Lilleström mæta Barcelona. Sigríður Lára Garðarsdóttir leikur með Lilleström.

Chelsea, sem norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með, dróst á móti Paris Saint-Germain og þá mætast Slavia Prag og Bayern München.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing