Fótbolti

Fengu erfiðasta andstæðinginn

Wolfsburg fær tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum keppninnar.

Sara Björk í leik með Wolfsburg. Fréttablaðið/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Lyon hafði betur, 4-1, eftir framlengingu. Sara meiddist í leiknum og þurfti að fara af velli.

Lyon er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar með fimm titla. Liðið hefur unnið keppnina þrjú ár í röð.

Noregsmeistarar Lilleström mæta Barcelona. Sigríður Lára Garðarsdóttir leikur með Lilleström.

Chelsea, sem norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með, dróst á móti Paris Saint-Germain og þá mætast Slavia Prag og Bayern München.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Fótbolti

Sjö breytingar frá síðasta leik

Sport

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Kári þarf að fara í aðgerð

VAR tekið upp á Englandi

Alfreð kominn með 300 sigra

„Gugga fær að halda fjarkanum“

Finnur Atli í hóp hjá KR í kvöld

Auglýsing