Enska knattspyrnufélagið Shrewsbury Town hefur ákveðið að setja tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu níðsöngva í aðdraganda leiks liðsins gegn Liverpool á dögunum í átta ára bann frá leikjum félagsins.

Fyrir leik Shrewsbury og Liverpool á Anfield í enska bikarnum fór myndband af tveimur stuðningsmönnum Shrewsbury á flug á samfélagsmiðlum.

Á myndbandinu mátti sjá og heyra stuðningsmenninna syngja níðsöngva um Hillsbourough slysið svokallaða sem átti sér stað árið 1989 og varð til þess að 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið.

Shrewsbury segir bannið sem stuðningsmennirnir hljóta aðeins vera hluta af þeirri rannsókn sem sé í fullum gangi á athæfi þeirra. Ekki er útilokað að einstaklingarnir tveir hljóti frekari refsingu.