Sport

Fengu ábendingu um hagræðingu úrslita í leik PSG

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum eftir að stjórnarformaður Serbanna veðjaði á fimm marka sigur franska félagsins.

Neymar skoraði þrjú í leiknum gegn Rauðu Stjörnunni á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum .

Leiknum lauk með 6-1 sigri franska félagsins og fékk franska lögreglan ábendingu frá UEFA um að mögulega hefði úrslitunum verið hagrætt.

Fékk UEFA ábendingu um að stjórnarformaður serbneska félagsins hafi nokkrum dögum fyrir leik veðjað fimm milljónum evra á að PSG myndi vinna leikinn með fimm mörkum .

Crvena Zvezda eða Rauða Stjarnan eins og félagið er oft kallað komst í haust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 26 ár.

Náðu Serbarnir markalausu jafntefli gegn Napoli á heimavelli í fyrstu umferð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Rooney hetja í höfuðborginni

Íslenski boltinn

Guðmundur fylgir Pedro til Eyja

Formúla 1

Hamilton þarf að bíða í viku í viðbót

Auglýsing

Nýjast

Landsliðsþjálfari kynntur á eftir

„Umhverfi þar sem árangurs er krafist“

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Arftaki Alexanders fundinn?

Erum að nálgast sænska liðið

Þrír í bann fyrir slagsmálin í Staples Center

Auglýsing