Sport

Fengu ábendingu um hagræðingu úrslita í leik PSG

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum eftir að stjórnarformaður Serbanna veðjaði á fimm marka sigur franska félagsins.

Neymar skoraði þrjú í leiknum gegn Rauðu Stjörnunni á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum .

Leiknum lauk með 6-1 sigri franska félagsins og fékk franska lögreglan ábendingu frá UEFA um að mögulega hefði úrslitunum verið hagrætt.

Fékk UEFA ábendingu um að stjórnarformaður serbneska félagsins hafi nokkrum dögum fyrir leik veðjað fimm milljónum evra á að PSG myndi vinna leikinn með fimm mörkum .

Crvena Zvezda eða Rauða Stjarnan eins og félagið er oft kallað komst í haust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 26 ár.

Náðu Serbarnir markalausu jafntefli gegn Napoli á heimavelli í fyrstu umferð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Fimleikar

Nálægt því að komast í úrslit

Fótbolti

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Auglýsing

Nýjast

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Chelsea sett í félagsskiptabann af FIFA

Ljúka leik í Svíþjóð

Lingard og Martial líklega með gegn Liverpool

Auglýsing