Sport

Fengu ábendingu um hagræðingu úrslita í leik PSG

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum eftir að stjórnarformaður Serbanna veðjaði á fimm marka sigur franska félagsins.

Neymar skoraði þrjú í leiknum gegn Rauðu Stjörnunni á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Franska lögreglan rannsakar nú hvort að úrslitum hafi verið hagrætt þegar PSG og Crvena Zvezda mættust í Meistaradeild Evrópu á dögunum .

Leiknum lauk með 6-1 sigri franska félagsins og fékk franska lögreglan ábendingu frá UEFA um að mögulega hefði úrslitunum verið hagrætt.

Fékk UEFA ábendingu um að stjórnarformaður serbneska félagsins hafi nokkrum dögum fyrir leik veðjað fimm milljónum evra á að PSG myndi vinna leikinn með fimm mörkum .

Crvena Zvezda eða Rauða Stjarnan eins og félagið er oft kallað komst í haust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 26 ár.

Náðu Serbarnir markalausu jafntefli gegn Napoli á heimavelli í fyrstu umferð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fjórði sigur Hamranna í röð

Enski boltinn

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Körfubolti

Rodriguez með þrefalda tvennu

Auglýsing

Nýjast

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn United

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Auglýsing