Stelpurnar okkar hafa tryggt KSÍ fjórtán milljónir eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Þetta er í fyrsta skiptið sem árangurstengdar greiðslur standa til boða í riðlakeppninni á EM kvenna.

Hvert jafntefli færir kvennalandsliðinu fimmtíu þúsund evrur sem eru um sjö milljónir. Þær hafa því fengið um fjórtán milljónir fyrir fyrstu tvo leikina.

Íslenska liðið er með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem sigur á Frökkum tryggir Íslandi farseðil í átta liða úrslitin.

Það myndi um leið færa kvennalandsliðinu fjórtán milljónir til viðbótar enda fá sigurliðin hundrað þúsund evrur í hverjum leik.