Kristó­fer Jóns­son hefur samið við ítalska fótboltafélagði Venezia en hann gengur til liðs við félagið á eins árs lánssamningi frá Val.

Þetta kemur fram í frétt á facebook-síðu Vals.

Kristó­fer kom til Vals frá Haukum í upphafi þessa árs en hann hefur ekki leikið leik í deild eða bikar fyrir Hlíðarendafélagið.

Bjarki Steinn Bjarka­son og Óttar Magnús Karls­son eru fyrir í herbúðum aðalliðs Venezia sem verður nýliði í A-deildinni á komandi keppnistímabili. Þá samdi Jakob Franz Páls­son við Venezia nýveirð en hann er uppalinn hjá Þór Akureyri.