Fótbolti

Félögum aðeins heimilt að lána út átta leikmenn

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleikann á að setja hámark hversu marga leikmenn félag má lána út að hverju sinni í ljósi þess félög á borð við Chelsea lána út tugi leikmanna á hverju ári.

Bakayoko var sendur til AC Milan á láni aðeins ári eftir að hafa verið keyptur á fúlgur fjár til enska félagsins. Fréttablaðið/Getty

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleikann á að setja hámark hversu marga leikmenn félag má lána út að hverju sinni í ljósi þess félög á borð við Chelsea lána út tugi leikmanna á hverju ári.

Félögum er heimilt að senda eins marga leikmenn og þau vilja á láni til annarra félaga en það tíðkaðist áður fyrr að stærri félögin sendu yngri leikmenn til minni félaga í von um að þar væru þeir í stærra hlutverki.

Undanfarin ár hefur FIFA misst tök á þessu og er Chelsea með 40 leikmenn á láni, flesta þeirra í Hollandi. Juventus er með 26 leikmenn á láni en ekkert félag kemst nálægt Atalanta sem er með 77 leikmenn á láni.

Eru hugmyndir FIFA um að setja þak á hversu marga eldri leikmenn félög mega lána, það verði enn heimilt að senda leikmenn undir 21 ára aldri en aðeins átta leikmenn yfir 22 ára megi fara á láni.

Þannig er Chelsea með nítján leikmenn sem eru eldri en 21 ára á láni, leikmenn á borð við Kurt Zouma, Michy Batshuayi, Tiemoue Bakayoko og Matt Miazga. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing