Fótbolti

Félögum aðeins heimilt að lána út átta leikmenn

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleikann á að setja hámark hversu marga leikmenn félag má lána út að hverju sinni í ljósi þess félög á borð við Chelsea lána út tugi leikmanna á hverju ári.

Bakayoko var sendur til AC Milan á láni aðeins ári eftir að hafa verið keyptur á fúlgur fjár til enska félagsins. Fréttablaðið/Getty

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleikann á að setja hámark hversu marga leikmenn félag má lána út að hverju sinni í ljósi þess félög á borð við Chelsea lána út tugi leikmanna á hverju ári.

Félögum er heimilt að senda eins marga leikmenn og þau vilja á láni til annarra félaga en það tíðkaðist áður fyrr að stærri félögin sendu yngri leikmenn til minni félaga í von um að þar væru þeir í stærra hlutverki.

Undanfarin ár hefur FIFA misst tök á þessu og er Chelsea með 40 leikmenn á láni, flesta þeirra í Hollandi. Juventus er með 26 leikmenn á láni en ekkert félag kemst nálægt Atalanta sem er með 77 leikmenn á láni.

Eru hugmyndir FIFA um að setja þak á hversu marga eldri leikmenn félög mega lána, það verði enn heimilt að senda leikmenn undir 21 ára aldri en aðeins átta leikmenn yfir 22 ára megi fara á láni.

Þannig er Chelsea með nítján leikmenn sem eru eldri en 21 ára á láni, leikmenn á borð við Kurt Zouma, Michy Batshuayi, Tiemoue Bakayoko og Matt Miazga. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fótbolti

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Fótbolti

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Albert valinn í úrvalslið vikunnar

Auglýsing