Marouane Fellaini slapp á einhvern ótrúlegan hátt við spjald þegar hann reif í hárið á Mattéo Guendouzi, leikmanni Arsenal í gær.

Átti atvikið sér stað undir lok leiksins og var dæmd aukaspyrna á Fellaini.

Sést það greinilega í endursýningunni og í myndum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan að Fellaini rífur í hár Guendouzi til að stöðva hann í efnilegri sókn.

Fellaini hefur yfirleitt verið hárprúður sjálfur og ætti því að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að rífa svona í hár andstæðingsins en það stöðvaði hann ekki.