Enski boltinn

Fellaini reif í hár Guendouzi en slapp við spjald

Marouane Fellaini slapp á einhvern ótrúlegan hátt við spjald þegar hann reif í hárið á Mattéo Guendouzi, leikmanni Arsenal í gær.

Fellaini rífur greinilega í hárið á Guendouzi til að stöðva hann. Fréttablaðið/Getty

Marouane Fellaini slapp á einhvern ótrúlegan hátt við spjald þegar hann reif í hárið á Mattéo Guendouzi, leikmanni Arsenal í gær.

Átti atvikið sér stað undir lok leiksins og var dæmd aukaspyrna á Fellaini.

Sést það greinilega í endursýningunni og í myndum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan að Fellaini rífur í hár Guendouzi til að stöðva hann í efnilegri sókn.

Fellaini hefur yfirleitt verið hárprúður sjálfur og ætti því að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að rífa svona í hár andstæðingsins en það stöðvaði hann ekki.

Guendouzi fann fyrir þessu. Fréttablaðið/getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing