Saksóknari í Þýskalandi hefur ákveðið að falla frá rannsókn á því hvort að tveir af fulltrúum Þýskalands á Ólympíuleikunum hafi gerst sekir um dýraníð.
Annika Schleu og þjálfari hennar, Kim Raisner, eru búin að samþykkja að greiða í góðgerðarmál sem tengjast dýravelferð gegn því að málið falli niður.
Schleu keppti fyrir hönd Þýskalands í nútímafimmtarþraut (e. modern penathlon) en hluti af því fer fram á hestbaki.
Þegar hestur Schleu veigraði sér frá stökki í greininni sáust Schleu og Raisner lemja hestinn ítrekað en Raisner var gert að sitja námskeið í dýravelferð.
Í kjölfarið af þessu atviki hóf Ólympíunefndin endurskoðun á íþróttagreininni og ákvað að fjarlægja þann hluta úr keppninni í fimmtarþraut.