Karlmaður sem var áhorfandi á leik Pittsburgh Steelers og New York Jets í NFL deildinni lét lífið eftir að hafa fallið niður rúllustiga Acrisure leikvanginum, heimavelli Pittsburgh Steelers. Frá þessu er greint á ESPN.

Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir að leik Steelers og Jets lauk, fyrstu hjálp var beitt á slysstaðnum og maðurinn fluttur í alvarlegu ástandi. Hann lést skömmu síðar.

„Okkur er kunnugt um alvarlegt atvik sem átti sér stað inni á Acrisure leikvanginum í dag,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers um atvikið. „Við vinna nú náið með yfirvöldum og aðstoðum þau við rannsókn á málinu. Bænir okkar og hugsanir eru hjá fjölskyldu þess látna."