Felix Örn Friðriksson leikmaður danska liðsins Vejle kom, sá og sigraði þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði 1-1 jafntefli gegn Kína á Wanzhou Sports Center í dag.

Leikurinn var liður í æfingamóti sem fram fer á kínverskri grundu þessa dagana. Felix Örn kom inná sem varamaður í hálfleik og jafnaði metin eftir um það bil klukkutíma leik. 

Byrjunarlið íslenska liðsins var þannig skipað:

Alfons Sampsted, Felix Örn Friðriksson, Alex Þór Hauksson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Willum Þór Willumsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Júlíus Magnússon og Axel Óskar Andrésson komu svo inná í leiknum. 

Áður hafði íslenska liðið beðið ósigur gegn Mexíkó í mótinu með tveimur mörkum gegn engu, en síðasti leikur íslenska liðsins í þessu móti er gegn Tælandi á mánudaginn kemur.