Alls voru 266 félagskipti gerð á lokadegi félagsskiptagluggans hér heima að sögn tilkynningar sem birtist á vefsíðu Knattspyrnusambands Íslands. Glugginn lokaði á miðvikudaginn 11. maí síðastliðinn.

Hingað til hafa félagaskipti á árinu 2022 verið 1.990 talsins og í tilkynningu frá KSÍ segir að 549 af þeim félagsskiptum hafi verið framkvæmd nú í maímánuði,

Lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti á miðvikudaginn en glugginn opnar aftur þann 29. júní næstkomandi og er opinn til 26. júlí.