Japanski tennisspilarinn Naomi Osaka hefur verið vísað úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir.

Ástæðan er sú að Osaka baðst undan að mæta á fjölmiðlafund eftir sigur hennar í fyrstu umferð mótsins og mótshaldarar ákváðu að setja henni þá afarkosti að annað hvort mætti hún á fjölmiðlafundina í framhaldinu eða hún yrði dæmd úr keppni.

Osaka greindi svo frá því í twitter-færslu sinni að hún hefði glímt við félagskvíða allt frá því að hún vann sinn fyrsta risatitil árið 2018.

Þessi 23 ára gamli íþróttamaður ákvað þar af leiðandi að huga að heilsu sinni og hætta keppni í stað þess að láta mótshaldara setja sig í kvíðavaldandi aðstæður.

Serena Williams tjáði sig um þessi tíðindi eftir sigur sinn í annarri umferðinni í dag en þar sagðist hún styðja Osaka í aðgerðum sínum og helst langi hafa að taka utan um hana.

„Ég var bara að heyra af þessu og ég vil senda mína bestu kveðju til Osaka og láta hana vita hérna að styð hana heilshugar. Ég hef sjálf verið í þeim aðstæðum að álagið hefur valdið kvíða þannig að ég sýni þessu fullan skilining. Helst vildi ég bara getið tekið utan um hana og aðstoðað hana," segir Williams sem getur unnði sinn 24. risatitil í París.