Fjögur rússnesk félög, þar á meðal CSKA Moskva sem íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á mála, höfðuðu í dag mál hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum vegna úrskurðar UEFA og FIFA að banna rússnesk félög frá keppnum á þeirra vegum.

Á dögunum tilkynnti evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að rússnesk félög yrðu áfram útilokuð frá Evrópukeppnum félagsliða vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Með því varð ljóst að ekkert rússneskt lið myndi taka þátt í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni né Sambandsdeild Evrópu og var Spartak Moskvu sparkað úr Evrópudeildinni í vetur.

CSKA Moskva, Zenit, Dynamo Moskva og Sochi, fjögur efstu lið rússensku deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, kærðu úrskurðinn í von um að fá þátttökurétt í keppnum næsta tímabils.