Alex Low, leikmaður Garforth Town, náði að fá þrjú spjöld á aðeins tólf sekúndum í leik í ensku utandeildinni um helgina.

Low braut tvisvar illa af sér í sömu sókn og fékk gult spjald fyrir hvort brotið sem leiddi til brottvísunar.

Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan virðist Low vita upp á sig sökina og reyndi ekki að mótmæla dóminum enda tvær afspyrnu slakar tæklingar.