Amos Kipru­to frá Ke­nýa vann London mara­þonið um ný­liðna helgi en það var ó­þekktur hlaupari sem stel senunni í upp­hafi þessa vin­sæla lang­hlaups líkt og mynd­skeið sem hefur farið eins og eldur um sinu á sam­fé­lags­miðlum sýnri.

Hlupið var við góðar að­stæður í London og það leið ekki að löngu þar til draga fór til tíðinda í hlaupinu því eftir um tuttugu sekúndur mátti sjá mann spretta á undan hópnum og mátti greini­lega sjá á hlauparanum að tak­marki hans fyrir daginn var náð.

Um­ræddur hlaupari virðist hafa sett sér það mark­mið að leiða London mara­þonið þó ekki væri nema í stutta stund. Hann var á miklum spretti en virðist, miðað við upp­tökur af byrjun mara­þonsins, þurfa að hafa mikið fyrir sprettinum.

Hlaupinu var sjón­varpað í beinni út­sendingu á rás BBC og höfðu lýs­endur hlaupsins gaman af at­hæfi mannsins.

„Þetta er stundin þar sem þúsundir koma saman með sama mark­mið. Eða stundin þar sem ein­staka hlauparar vilja bara sína stund af frægð, eins og maðurinn þarna fremst."

Bar kennsl á manninn

Maður að nafni Lee Hooper setti inn færslu á sam­fé­lags­miðilinn Twitter þar sem hann segist þekkja fremsta manninn sem stal senunni sem og tak­mark hans.

„Ég hljóp með Richard (manninum í bláu) í síðustu viku, hann sagði okkur að hann ætlaði að spretta af stað og leiða London mara­þonið í nokkur hundruð metra. Ég hélt hann væri að gera grín en svo var ekki," segir í færslu Lee Hooper.

Amos Kipruto bar sigur úr býtum
Fréttablaðið/GettyImages