Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa fengið skemmtileg skilaboð frá fyrrum samherja á Ísafirði í aðdraganda Evrópumótsins.

Guðrún sem er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót er eini fulltrúi Vestfjarðanna í liði Íslands á mótinu.

„Ég fékk skilaboð frá einni stelpu sem ég spilaði með í fjórða flokki á Ísafirði. Skilaboð eins og þessi gera mann extra stoltann og veitir manni hlýju í hjartað.“