Fótbolti

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa fékk aðeins fjögurra leikja bann eftir að hafa gefið andstæðing sínum olnbogaskot, skallað hann og að lokum hrækt upp í hann í leik með Juventus um helgina.

Costa er kominn í stutt frí frá ítölsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/Getty

Brasilíski kantmaður Juventus, Douglas Costa, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir að hrækja upp í andstæðing sinn í leik um helgina.

Costa gaf Federico Di Francesco olnbogaskot, skallaði hann og endaði svo á að hrækja upp í Francesco. Fékk hann beint rautt spjald eftir það en Juventus náði að innbyrða sigur.

Costa sendi frá sér tilkynningu þar sem hann iðraðist gjörða sinna og sagði að það fylgdi ekki sögunni hvað Francesco hefði sagt við sig sem hefði reitt hann til reiði. 

Fóru orðrómar á flug um að Francesco hefði verið með kynþáttafordóma í garð Costa en Francesco hefur neitað þeim sögusögnum..

Fékk Costa fjögurra leikja bann og mun því missa af leikjum gegn Frosinone, Bologna, Napoli og Udinese.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Fótbolti

Wenger boðar endurkomu sína

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Auglýsing