Fótbolti

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa fékk aðeins fjögurra leikja bann eftir að hafa gefið andstæðing sínum olnbogaskot, skallað hann og að lokum hrækt upp í hann í leik með Juventus um helgina.

Costa er kominn í stutt frí frá ítölsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/Getty

Brasilíski kantmaður Juventus, Douglas Costa, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir að hrækja upp í andstæðing sinn í leik um helgina.

Costa gaf Federico Di Francesco olnbogaskot, skallaði hann og endaði svo á að hrækja upp í Francesco. Fékk hann beint rautt spjald eftir það en Juventus náði að innbyrða sigur.

Costa sendi frá sér tilkynningu þar sem hann iðraðist gjörða sinna og sagði að það fylgdi ekki sögunni hvað Francesco hefði sagt við sig sem hefði reitt hann til reiði. 

Fóru orðrómar á flug um að Francesco hefði verið með kynþáttafordóma í garð Costa en Francesco hefur neitað þeim sögusögnum..

Fékk Costa fjögurra leikja bann og mun því missa af leikjum gegn Frosinone, Bologna, Napoli og Udinese.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Fótbolti

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Fótbolti

Ensku liðin komin áfram

Auglýsing

Nýjast

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing