Stuðningsmaður Birmingham sem slapp inn á völlinn og réðst á Jack Grealish í nágrannaslag liðsins gegn Aston Villa um helgina var í dag dæmdur í fjórtán vikna fangelsi ásamt því að honum verður bannað að koma á leiki á Englandi næstu tíu árin.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik leiksins þegar nágrannarnir mættust. Hinn 27 ára gamli Paul Mitchell hljóp inn á völlinn og veitti Grealish högg í hnakkan þegar Grealish sneri baki í stúkuna.

Grealish lét atvikið ekki á sig hafa því hann skoraði sigurmark Aston Villa í leiknum.

Þetta var fyrra atvikið af tveimur í gær þegar stuðningsmenn komust inn á völlinn og til leikmannana því síðar um daginn hljóp stuðningsmaður Arsenal inn á og sást ýta við Chris Smalling þegar hann hljóp til leikmanna Arsenal að fagna.