Sport

Fékk fangelsisdóm fyrir að ráðast á Jack Grealish

Stuðningsmaður Birmingham sem slapp inn á völlinn og réðst á Jack Grealish í nágrannaslag liðsins gegn Aston Villa um helgina var í dag dæmdur í fjórtán vikna fangelsi.ásamt því að honum verður bannað að koma á leiki á Englandi næstu tíu árin.

Öryggisverðir snúa niður stuðningsmann Birmingham eftir að hafa veitt Grealish högg í hnakkann. Fréttablaðið/Getty

Stuðningsmaður Birmingham sem slapp inn á völlinn og réðst á Jack Grealish í nágrannaslag liðsins gegn Aston Villa um helgina var í dag dæmdur í fjórtán vikna fangelsi ásamt því að honum verður bannað að koma á leiki á Englandi næstu tíu árin.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik leiksins þegar nágrannarnir mættust. Hinn 27 ára gamli Paul Mitchell hljóp inn á völlinn og veitti Grealish högg í hnakkan þegar Grealish sneri baki í stúkuna.

Grealish lét atvikið ekki á sig hafa því hann skoraði sigurmark Aston Villa í leiknum.

Þetta var fyrra atvikið af tveimur í gær þegar stuðningsmenn komust inn á völlinn og til leikmannana því síðar um daginn hljóp stuðningsmaður Arsenal inn á og sást ýta við Chris Smalling þegar hann hljóp til leikmanna Arsenal að fagna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Handbolti

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Auglýsing

Nýjast

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing