Dana White, for­seti UFC vottar fjöl­skyldu og vinum hins 16 ára gamla Michael virðingu sína í færslu á Insta­gram. Michael lést í gær eftir bar­áttu við lang­vinnan sjúk­dóm, stuttu eftir að hafa fengið draum sinn upp­fylltan. Ljóst er að Michael hefur snert Dana í hjarta­stað.

Michael var við­staddur UFC 279 bar­daga­kvöldið eftir að fjöl­skylda hans og vinir höfðu sett upp Go Fund Me söfnunar­síðu til þess að upp­fylla draum hans. Síðan fór ekki fram­hjá for­ráða­mönnum UFC sem tóku málin í sínar eigin hendur, komu Michael á bar­daga­kvöldið.

„Þessi strákur var svo frá­bær og ég kunni svo vel að meta hann strax. Hann var ný­orðinn 16 ára gamall og var svo frá­bær að ég bauð honum að koma á annað bar­daga­kvöld, UFC 281 í New York.“

For­eldrar Michael héldu Dana upp­lýstum eftir því sem nær dró bar­daga­kvöldinu og ljóst var að Michael var mjög spenntur fyrir því.

„Við létum hann í sæti rétt hjá Mike Ty­son og ég elska þig Mike Ty­son! Án þess að vera sagt neitt um strákinn hugsaði Mike svo vel um Michael, tók myndir með honum og fleira.“

Michael lét lífið í gær eftir bar­áttu við lang­vinnan sjúk­dóm

„Ég er svo niður­brotinn,“ skrifar Dana og ljóst að Michael hefur hitt hann í hjarta­stað. „Hann hélt svo lengi í lífið og náði bar­daga­kvöldinu. Ég vil bara þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera síðustu helgi svona sér­staka fyrir hann. Hugurinn minn er hjá fjöl­skyldu og vinum Michael, takk fyrir að kynna mig fyrir honum. Ég mun aldrei gleyma honum.“

Hnefa­leika­goð­sögnin Mike Ty­son ritar at­huga­semd við færslu Dana White: „Þakklátur fyrir að hafa kynnst Michael, hvíl í friði.“