Brasilíski landsliðsmaðurinn Eder Militao var kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid í dag.

Gera þurfti hlé á blaðamannafundinum þar sem Militao sat fyrir svörum þar sem hann fékk aðsvif og svo virtist sem það væri að líða yfir hann.

Mjög heitt er í Spáni þessa dagana og það varð til þess að honum svimaði heiftarlega. Militao fékk sér vatnssopa áður en hann yfirgaf fundinn fótgangandi.

Militao er að koma til Real Madrid frá portúgalska liðinu Porto en þessi 21 árs gamli leikmaður sem getur leikið sem miðvörður eða varnarsinnaður miðjumaður hefur leikið fimm leiki með brasilíska A-landsliðinu.

Hér að neðan má sjá myndskeið af atvikinu: